Stjórnarskiptafundur í Borgum

föstudagur, 24. júní 2022

Fundurinn var haldinn 23. júní á veitingastaðnum Nauthól en um 80 félagar og gestir mættu. Á fundinum afhenti Stefán Baldursson, fyrir hönd Tónlistarsjóðs Rótarý á Íslandi, Bryndísi Guðjónsdóttur sópran viðurkenningarskjal og blóm í tilefni af styrkveitingu úr sjóðnum frá árinu 2021. Afhending viðurkenningarinar hafði dregist vegna heimsfaraldrar af völdum Covid 19.

Að loknum rótarýfundi tók við skemmtidagskrá en Málfríður Klara Kristiansen var veislustjóri og Sveinbjörn Sveinbjörnsson flutti hátíðarræðu. Tónlistaratriði var í höndum Guðjóns Karlssonar, Hallgríms Ólafssonar og Jóns Ólafssonar.

Forseti og fráfarandi forseti Borga, Jón Pétursson og Guðríður Helgadóttir.