Einn áhrifamesti þáttur alþjóðaþjónustu Rótarýhreyfingarinnar eru nemendaskipti sem standa til boða börnum rótarýfélaga jafnt sem öðrum.
Skiptinemar þurfa að vera orðnir 16 ára en ekki eldri en 18 1/2 árs þann 1. september árið sem dvölin erlendis hefst.
Skiptinemarnir dveljast eitt skólaár í gestgjaalandinu á heimilum rótarýmannna eða á öðrum heimilum sem rótarýmenn velja.
Ætlast er til að skiptin séu gagnkvæm þannig að þeir klúbbar sem senda nemendur utan taki á móti jafnmörgum í staðinn.
Aldur 16 til 19 ára
Dvölin er 10-12 mánuðir (eitt skólaár) á 1 til 4 heimilum
Umsóknarfrestur er til 1. desember
Fjölmargir rótarýfélagar hafa tekið á móti rótarýfélögum og hafa haft af því mikla gleði. Börn rótarýfélaga geta einnig sótt um.
Sjá nánar hér.