Rotary Foundation styrkir - tækifæri til að gera gæfumun

þriðjudagur, 4. nóvember 2025

Guðni Gíslason

Rótarýfélagar leggja fram þekkingu, reynslu og úrræði til að takast á við stærstu áskoranir heimsins. Með styrkjum frá Rotary Foundation verða hugmyndir að veruleika – allt frá hreinu vatni til friðarverkefna um allan heim.

Hefur þú áhuga á að sækja um styrk?

Til að geta sótt um styrk þarftu að vera félagi í rótarýklúbbi.


Helstu styrkjaflokkar

  • Svæðisstyrkir (District Grants)

Fjármagna smærri, skammtímaverkefni sem mæta þörfum í nærumhverfi og erlendis.

  • Alþjóðlegir styrkir (Global Grants)

Styðja stærri, sjálfbær verkefni með mælanlegum árangri á áherslusviðum Rótarý.

  • Styrkir vegna náttúruhamfara (Disaster Response Grants)

Veita aðstoð við neyðaraðgerðir og endurreisn á svæðum sem hafa orðið fyrir náttúruhamförum.

  • Styrkir til stærri verkefna (Programs of Scale Grants)

Fjármagna markvissa viðleitni rótarýfélaga, í samstarfi við aðra, til að stækka viðurkennd verkefni, til að ná til fleiri svæða og skapa varanlegar breytingar.


Af hverju að sækja um?

Með styrkjum frá Rotary Foundation getur þú tekið þátt í verkefnum sem bæta líf fólks, stuðla að friði og skapa varanlegar lausnir á alþjóðlegum vandamálum.

Skoðaðu hér hvað Major donors er