Rótarýklúbburinn Rvk-Breiðholt styrkir MYO í Namibíu

laugardagur, 22. október 2022

Eyrún Ingadóttir

Rótarýklúbburinn Rvk-Breiðholt styrkir nú nemanda í skólanum “Mondesa Youth Opportunities” í Namibíu fjórða árið í röð en kostnaður við hvern nemanda er 1000 USD á ári.

Ástæða þess að klúbburinn hóf að styrkja þennan skóla er heimsókn eins af félögum í hann árið 2018.

MYO skólinn er rekinn í fátækrahverfinu Mondesa í Swakopmund í Namibíu. Þótt að skólaskylda sé í landinu er kerfið fjársvelt og um 50 börn eru í hverri kennslustund. Þau 120 börn í 4.-8. bekk, sem eru svo heppin að fá tækifæri að koma í MYO skólann, koma að loknum venjulegum skóladegi um hádegið, fá þá að borða og sitja svo í kennslustundum í ensku, stærðfræði, tónlist, ensku, tölvum, leikfimi og lífsleikni.

Þessi born fá þannig tækifæri til að mennta sig og öll hafa þau komist í gegnum samræmt próf í lok skólagöngunnar sem hefur gefið þeim tækifæri til framhaldsmenntunar.

MYO skólinn var stofnaður af Bandaríkjamanninum Rob Myres árið 2003 og er rekinn í gámum sem að skipafélagið MAERSK í Namibíu gaf. Nú er einnig rekinn leikskóli (Little House of Hope) á vegum MYO en alls eru 250 nemendur í skólanum. Þess má geta að Rótarýklúbbar víða að hafa styrkt starfsemina.

Nánari upplýsingar um skólann er hægt að nálgast hér: http://mondesayouth.org/who-we-are/

Rótarýklúbburinn Rvk-Breiðholt styrkir nú nemanda í skólanum “Mondesa Youth Opportunities” í Namibíu fjórða árið í röð