Gerðum upp gamalt strætisvagnaskýli. Góð lausn.
Árið 2023 kom Rótarýklúbbur Rvík- Grafarvogur upp frískáp í samvinnu við borgaryfirvöld. Gamalt strætisvagnaskýli var heppileg lausn og var skápnum komið fyrir við Mosaveg, á milli Borgarholtsskóla og Borgarbókasafnsins í Spönginni.
Tilgangur frískápa er að vinna gegn matarsóun og er öllum frjálst að nýta þá. Mikil ásókn hefur verið og stoppar matur yfirleitt stutt við. Tveir kæliskápar eru í frískápnum og hafa fyrirtæki í hverfinu stutt dyggilega við framtakið. Umgengni hefur heilt yfir verið nokkuð góð þótt tilfelli hafi komið upp þar sem mat hefur verið dreift við skýlið og er líklegt að börn eða unglingar hafi átt hlut að máli, í einhverjum tilfellum hefur athæfið náðst á eftirlitsmyndavélar Borgarholtsskóla.
Það er mat okkar sem að verkefninu standa að það hafi heppnast nokkuð vel og sé til sóma fyrir klúbbinn og þá sem að því standa og hafa lagt því lið. Nefnd hefur verið skipuð til að fylgjast með og viðhalda frískápnum. Nefndina skipa félagar klúbbsins: Kjartan Eggertsson, formaður, Ásta Þorleifsdóttir, Eiríkur Arnarson og Á. Bergljót Stefánsdóttir.
Sjá: https://rotarynorden.e-pages.pub/titles/rotaryisland/14261/publications/78/pages/23/articles/2350054/23/1