Kenýa

miðvikudagur, 5. nóvember 2025

Kenýaverkefnið

Verkefnið fólst í því að setja upp sólarsellur á þak skóla sem er nýbyggður og er bæði skóli og heimili 40 umkomulausra barna. Sólarsellurnar duga fyrir lýsingu, tölvur, þvottavél og ísskáp.

Ólafur Halldórsson er stofnandi Bjartrar sýnar og stjórnandi Takk, heimilisins, sem rekur skólann.

Björt sýn rekur og byggir Takk barnaheimilið

Verkefni Rótaryklúbbs Grafarvogs í Kenya

Verkefni Rótarýklúbbs Grafarvogs í Kenýa

Verkefnið hófst formlega sumarið 2023 þegar forseti Rótarýklúbbs Grafarvogs, Helgi S. Helgason, fréttir af Ólafi Halldórssyni sem rekur barnaheimili fyrir munaðarlaus börn í Kenýa. Heimasíða heimilisins var skoðuð og í beinu framhaldi gerist Helgi vinur Ólafs á Facebook en þá var Ólafur staddur í Kenýa.

Þegar verkefnið var kynnt vaknar strax áhugi innan Rótarýklúbbs Grafarvogs að skoða þetta verkefni vandlega og Ólafur Halldórsson kemur á fund í klúbbnum með vorinu og kynnir það starf sem rekið er í Kenýa. Þá vaknar áhugi klúbbfélaga verulega. Auk skipan venjulegra nefndarstarfa um haustið var skipað í Kenýa-nefnd og þar tóku sæti Jón Sigurðsson sem var orðinn forseti klúbbsins, Helgi S. Helgason, Á. Bergljót Stefánsdóttir núverandi forseti og Geir A. Guðsteinsson. Þau skipuðu nefndina öll  þrjú árin sem hún starfaði.

RÓTARÝSJÓÐURINN

Haft var fljótlega samband við Garðar Eiríksson í Rótarýklúbbi Selfoss, sem er manna fróðastur um starfsemi Rótarýsjóðsins, og fengust þar greinagóðar upplýsingar um GG-sjóðinn og Rotary foundation distric grands. Hægt var að sækja um styrk fyrir tækjum og búnaði en ekki til að byggja hús. Góðar greiðslur frá klúbbnum í sjóði Rótarýsjóðinn komu sér nú vel. Á þessum tíma sátu Helgi, Bergljót og Geir nokkra fundi þar sem umsóknarblaðið var rætt í þaula. 

SÆNSKUR ÁHUGI

Um þetta leiti hafði samband Sigrún Lundvall sem var forseti rótarýklúbbs í  Svíþjóð, og tjáir hún að sænski klúbburinn hafi áhuga á samstarfi um verkefnið í Kenýa. Nokkru síðar kom í ljós að sænski klúbburinn hafði ekki borgað inn í Rótarýsjóðinn og var því ekki umsóknarhæfur og allt samstarf fyrir bí. Góðu fréttirnar á þessum tíma voru þær að Ólafur hafði fengið styrk frá utanríkisráðuneytinu til að byggja skólahús og heimavist. Einnig var KENÝA-nefndin í samstarfi og samvinnu við Gísla Sigurgeirsson, kennara við Tækniskólann í Reykjavík, m.a. vegna tæknilegra atriði.

Ólafur H. fór á Rótarýfund í Kisaborg í Kenýa og lýstu þeir áhuga á samstarfi, en ekkert varð af  því, því miður.

Jón forseti sendi umdæmisstjóra, Ómari Braga Stefánssyni , beiðni um styrk frá umdæminu að upphæð 12,000 dollara. Stöðugt var því verið að ræða um fjármögnun og eða möguleika á styrkjum á fundum nefndarinnar sem og mörgu öðru.

Í ársbyrjun 2024 er komið langt með að byggja skólahúsið. Það er um 300 fermetrar og er ætlað að hýsa 46 börn, ásamt ,,matrónu”” og kokki. En þar sem rafmagnið er ansi stopult á því svæði þar sem skólinn er þarf gott sólarrafhlöðukerfi, sem og góð ljós, ísskáp, viftur o.fl. Því var gerð áætlun í samstarfi við Gísla Sigurgeirsson, að uppsetningin mundi einnig vera undir hans handleiðslu, til að styrkja TAKK heimilið fyrir munaðarlaus börn í Kenýa.

Því mundi kostnaðaráætlunin vera þannig:

300 Watt solarpanel 360000 KES

8 kw ivwerter 150000 KES

Solar ch. Controller 17000 KES

Lithium  Battery 760000 KES

Gert var ráð fyrir að kostnaðurinn næmi 1,5 milljón króna. Annað kom svo í ljós.

Rétt er að geta þess að BJÖRT SÝN er styrktarfélag fyrir munaðarlaus börn í Kenýa, en Björt sýn rekur og byggir Takk barnaheimilið.

VERKLOK

Verkinu lauk svo haustið 2025 þegar fyrir lá að kostnaðurinn næmi kr.  2.122.764. Grafafarvogsklúbburinn greiddi 350 þúsund sem svarar til framlags klúbbsins í Rótarýslóðinn. Mosfellssveitarklúbburinn greiddi 350 þúsund krónur, Borgir í Kópavogi 150 þúsund krónur, frjáls framlög voru 220 þúsund krónur og framlag sem svarar 100$ á félaga var framlag Grafarvogsklúbbsins eða 250 þúsund krónur sem annars hefði runnið  í Rótarýsjóðinn, Seltjarnarnesklúbburinn greiddi 200 þúsund krónur og frá Rótarýumdæmi 1360 komu 890 þúsund krónur.

Félagar í Rótarýklúbbi Grafarvogs eru afar ánægðir með hversu vel tókst með Kenýa-verkefnið og félagar í Kenýa-nefndinni að getað eftir þrjú ár fagnað að þetta stóra verkefni skyldi enda farsællega.

Bestu kveðjur frá félögum í Rótarýklúbbi Grafarvogs til rótarýfélaga um allt land.


Heimavistin

Glæsileg aðstaða í heimavist skólans

Setustofan

Aðstaða nemenda er góð. Rótarý sá um sólarsellur til lýsingar og fyrir tölvur.