Stjórnarkjör fyrir starfsárið 2023 - 2024. Ferð klúbbsins til Ísrael kynnt.
Bjarni Kr. Grímsson, umdæmisstjóri Rótarý 2022-2023 heimsækir klúbbinn okkar. Bjarni er félagi í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Grafarvogur.
Berglind Rán Ólafsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri ON og nýr forstjóri ORF Líftækni mun fjalla um vistaskipti sín úr orkugeiranum yfir í líftæknifyrirtæki sem er nýtt af nálinni og hefur bætta framtíð mannkyns að leiðarljósi, en fyrirtækið hyggur á sókn inn á nýjan markað fyrir dýravaxtarþætti.
Ármann Jakobsson, prófessor og formaður íslenskrar málnefndar, fjallar um stöðu og framtíð íslenskunnar í fyrirlestri sem hann nefnir Hvar kreppir skórinn? Um stöðu tungunnar og starf Íslenskrar málnefndar.
Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala kemur á fundinn og segir frá uppbyggingunni Landspítalans við Hringbraut.
Jón Sigurðsson og Sverrir Kristinsson, félagar okkar kynna stórvirkið Þingvellir í íslenskri myndlist, sem kom út fyrir jólin hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi.