Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Tónlistarsjóði Rótarý. Tilgangur Tónlistarsjóðs Rótarý á Íslandi er að veita ungu tónlistarfólki sem skarað hefur fram úr á einhverju sviði tónlistar viðurkenningu í formi fjárstyrks til frekara náms. Styrkurinn er veittur á hátíðartónleikum Rótarý. Árl ... Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Tónlistarsjóði Rótarý. Tilgangur Tónlistarsjóðs Rótarý á Íslandi er að veita ungu tónlistarfólki sem skarað hefur fram úr á einhverju sviði tónlistar viðurkenningu í formi fjárstyrks til frekara náms. Styrkurinn er veittur á hátíðartónleikum Rótarý. Árlega er veitt úr tónlistarsjóði Rótarý á Íslandi og skal umsóknum skilað til Rótarýumdæmisins, netfang: rotary@rotary.is. Í ár verða styrkirnar tveir, að upphæð 1 milljón kr. hvor, og þurfa umsóknir að berast fyrir 1. desember nk. Ungir tónlistarflytjendur, sem stunda framhaldsnám við erlenda tónlistarháskóla og stefna á að gera tónlist að meginstarfi, geta sótt um styrkinn. Fyrst var úthlutað úr sjóðnum á 100 ára afmæli Rótarýhreyfingarinnar á tónleikum í Salnum í Kópavogi þann 7. janúar 2005. Átján umsóknir voru þá um styrk úr tónlistarsjóðinum. Það var eindóma álit dómnefndar að Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, hlyti fyrstu viðurkenninguna að upphæð 500 þúsund kr. til frekara náms.Styrkirnir eru veittir til þeirra sem hyggjast gera tónlist að framtíðarstarfi sínu.Æskilegt er að umsækjendur séu komnir í mastersnám.Allar upplýsingar um menntun og áfanga í tónlistarnámi þurfa að koma fram.Nauðsynlegt er að láta nýjar/nýlegar upptökur af söng/hljóðfæraleik fylgja umsókn. Við viljum hvetja alla klúbba til að koma þessum upplýsingum til þeirra, sem mögulega gætu sótt um þetta styrki. Það er síðan rétt að taka fram, að Styrktartónleikar Rótarý verða í Salnum í Kópavogi þann 1.mars 2025. Það verða verðlaun afhent til styrkþega og við fáum vonandi að njóta tónlistar þeirra og annarra frábærra listamanna. Takið þennan dag frá og mætum öll í Salinn.
Umdæmisþing Rótarýumdæmisins var haldið á Reykjavik Natura um síðustu helgi. Um 100 Rótarýfélagar sátu þingið og um 130 voru á hátíðarfundi Rótarýklúbbs Reykjavíkur á föstudagskvöldinu. Sá fundur var tileinkaður 90 ára afmæli klúbbsins, sem um leið markar upphaf Rótarýstarfs á Íslandi. Við höfðum ... Umdæmisþing Rótarýumdæmisins var haldið á Reykjavik Natura um síðustu helgi. Um 100 Rótarýfélagar sátu þingið og um 130 voru á hátíðarfundi Rótarýklúbbs Reykjavíkur á föstudagskvöldinu. Sá fundur var tileinkaður 90 ára afmæli klúbbsins, sem um leið markar upphaf Rótarýstarfs á Íslandi. Við höfðum gert okkur vonir um, að fleiri félagar kæmu á þingið. Við viljum bæði ræða málefni Rótarýhreyfingarinnar, en ekki síður er tilefni til að fagna 90 ára glæsilegri sögu Rótarýstarfs á landinu. Eins og gengur eru félagar mikið á faraldsfæti á þessum tíma og við munum halda áfram að ræða málefnin okkar á komandi mánuðum.
Við höfum öll hlutverk í að gera Rótarý betra fyrir alla félaga og að efla félagaþróun hér á landi sem og í heiminum öllum. Tom Gump, aðstoðarmaður Stephanie heimsforseta og leiðtogi í Rotary International, er einn aðalfyrirlesara á netfundi sem fram fer 27. nóvember kl. 18 að íslenskum tíma, (19:0 ... Við höfum öll hlutverk í að gera Rótarý betra fyrir alla félaga og að efla félagaþróun hér á landi sem og í heiminum öllum. Tom Gump, aðstoðarmaður Stephanie heimsforseta og leiðtogi í Rotary International, er einn aðalfyrirlesara á netfundi sem fram fer 27. nóvember kl. 18 að íslenskum tíma, (19:00 CET) um félagaþróun. Hann hefur fengið fjölmargar viðurkenningar fyrir störf sín innan Rótarý og er þekktur fyrir hvetjandi leiðtogastíl og ástríðu fyrir að auka fjölbreytileika, virkni og sköpun innan Rótarý. Fundurinn er opinn öllum rótarýfélögum. Smelltu hér til að taka þátt! Passcode: 111324 Hver er Tom Gump? Tom Gump starfar sem aðstoðarmaður Stephanie A. Urchick heimsforseta Rotary International á þessu starfsári, 2024–2025, en starf hans snýst um að styðja forsetann við að framkvæma stefnu og verkefni samtakanna. Hann er félagi í Eden Prairie Rótarýklúbbnum í Minnesota, Bandaríkjunum og hefur verið virkur í ýmsum leiðtogahlutverkum innan Rótarý. Hann er meðlimur í Membership Growth committee, nefnd sem einbeitir sér að vexti og fjölgun félaga í Rótarý, með áherslu á nýsköpun og að þróa aðferðir til að auka fjölbreytileika og þátttöku.Framúrskarandi leiðtogi í nýsköpun og fjölgun klúbba Tom Gump er þekktur fyrir að hafa stofnað marga sérhæfða rótarýklúbba, svo sem klúbba fyrir fólk með sameiginlega ástríðu eða áhugamál, eins og klúbba sem vinna að umhverfismálum eða styðja ákveðna samfélagshópa.Ræðumennska og fræðsla Hann er eftirsóttur fyrirlesari sem hefur deilt innsýn sinni á heimsvísu um hvernig á að styrkja þátttöku og bjóða nýja félaga velkomna í Rótarý. Fræðsla og innblástur Hann hefur innblásið rótarýfélaga til að hugsa nýstárlega og umvefja breytingar sem leið til að tryggja að samtökin verði áfram öflug og mikilvæg. Látum ekki þennan viðburð framhjá okkur fara.
Nýlega er lokið tveimur 4 klst. námskeiðum um fjármál fyrir alla sem Rótarýklúbburin...
27. nóv. 2024
Fundur er settur kl. 17 Gestur fundar er Þorsteinn Þorsteinsson, einn eigandi Blue b...
Rótarý er alþjóðleg hreyfing fólks úr viðskipta- og atvinnulífi og opinberri þjónustu sem stendur fyrir mannúðar- og menningarstarfi, stuðlar að sem bestu siðgæði í öllum starfsgreinum og hvetur til góðvildar og friðar í heiminum.
Í dag eru klúbbarnir á Íslandi 32 og rótarýfélagar af báðum kynjum og á fjölbreyttum aldri.
Rótarýfélagar eru fulltrúar sinnar starfsgreinar, karla og konur sem hafa það sameiginlega markmið að láta gott af sér leiða undir kjörorðinu „Þjónusta framar eigin hag“.
Upphaf og markmið Rótarýhreyfingin er alþjóðafélagsskapur leiðandi manna sem sameinast um þá ósk að þjóna öðrum án tillits til trúarbragða, stjórnmála, kynþátta eða þjóðernis. Þá er viðurkennt að vilji til þjónustu sé frumskilyrði allra starfa sem séu vel af hendi leyst og hæfileikinn að setja sig í spor annarra manna, skilja sjónarmið þeirra og veita þeim aðstoð og ánægju. Rótarý leitast við að ná þessu markmiði með því að stuðla að skilningi og friði meðal allra manna og þjóða, efla frelsi og réttlæti í viðhorfum til mannlegs lífs en taka um leið fullt tillit til hins sérstaka í fjölbreytninni og fjölbreytninni í því sérstaka.
Stofnandi fyrsta rótarýklúbbsins var nær fertugur lögfræðingur í Chicagóborg í Bandaríkjunum, Paul Harris að nafni.
Fyrsti rótarýklúbburinn hér á landi var stofnaður í Reykjavík 13. september árið 1934. Það voru rótarýfélagar í Kaupmannahöfn sem beittu sér fyrir stofnun Rótarýklúbbs Reykjavíkur.
Sjá einnig almenna síðu Rótarý á Íslandi á www.rotary.is
Smellið á deplana á myndunum til að opna vefsíðu viðkomandi klúbbs. Haldið bendlinum yfir depli til að sjá hvaða klúbbur þar er.
Óstaðbundnir klúbbar eru:
Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Tónlistarsjóði Rótarý. Tilgangur Tónlistarsjóðs Rótarý á Íslandi er að ve...