Eins og komið hefur fram, er eitt stærsta verkefni okkar á árinu, að snúa við þeirri þróun, að félögum hefur verið að fækka. Eins og staðan er í gær, þá eru skráðir Rótarýfélagar á landinu 1.101 og við það bætast síðan 18 Rotaract félagar. Við erum því komin aftur yfir þau mörk, sem Rotary Intern ... Eins og komið hefur fram, er eitt stærsta verkefni okkar á árinu, að snúa við þeirri þróun, að félögum hefur verið að fækka. Eins og staðan er í gær, þá eru skráðir Rótarýfélagar á landinu 1.101 og við það bætast síðan 18 Rotaract félagar. Við erum því komin aftur yfir þau mörk, sem Rotary International setur fyrir því að halda stöðu sérstaks umdæmis. Þetta er vel gert og rétt að þakka forystufólki klúbba fyrir frábært starf. Við verðum að halda áfram á þessari braut, því að markmið okkar er að vera helst með um 1.200 Rótarýfélaga hér á landi á hverjum tíma. Við þurfum því að halda áfram að kynna okkar frábæra félagsskap fyrir nýjum og áhugasömum félögum. Gangi ykkur áfram vel að fjölga félögum og það er líka rétt að hvetja klúbba til að skoða stofnun nýrra klúbba eða Rótarskota.
Rótarýhreyfingin fagnar 120 ára afmæli sínu í dag, 23. febrúar sl. en hér á landi fögnuðum við 90 ára Rótarýstarfi á síðasta ári. Á þessum degi árið 1905 héldu lögfræðingurinn Paul Harris og þrír vinir hans - námuverkfræðingurinn Gustavus Loer, kolakaupmaðurinn Sylvester Schiele og klæðskerinn Hair ... Rótarýhreyfingin fagnar 120 ára afmæli sínu í dag, 23. febrúar sl. en hér á landi fögnuðum við 90 ára Rótarýstarfi á síðasta ári. Á þessum degi árið 1905 héldu lögfræðingurinn Paul Harris og þrír vinir hans - námuverkfræðingurinn Gustavus Loer, kolakaupmaðurinn Sylvester Schiele og klæðskerinn Hairam Elmer Shorey fyrsta rótarýfundinn. Í dag er Rótarý net 1,2 milljón félaga sem vinna að markmiðurm hreyfingarinnar undir einkunnarorðunum „Þjónusta ofar eigin hag“. Hreyfingin byggir á um 47 þúsund rótarýklúbbum þar sem félagar njóta félagsskapar og fræðast um ótrúlegustu málefni um leið og þeir styrkja góð málefni með ýmsum hætti hér heima og víða um heim. Rótarýhreyfingin leggur áherslu á sjö þætti í baráttu sinni við að auka alþjóðlegt samstarf, bæta lífsskilyrði og að bæta veröld okkar í baráttunni fyrir friði og að útrýma lömunarveiki, þau eru:Barátta fyrir friði Útrýming sjúkdóma Tryggja hreint vatn og hreinlæti Ungbarna- og mæðrahjálp Tryggja börnum skólagöngu Aðstoð við uppbyggingu innviða Umhverfisvernd The Rotary Foundation er einn öflugasti frjálsi styrktarsjóður heims og hefur tekist á við krefjandi verkefni eins og útrýmingu á lömunarveiki (polio), útvega íbúum hreint vatn, þjálfa upp leiðtoga og margt fleira. En Rótarýhreyfingin getur tekist á við öll þessi verkefni vegna þess innan klúbbanna er samheldur hópur sem nýtur góðrar samveru og fræðslu á vikulegum fundum. Við getum alltaf bætt við góðum félögum. #rotary120 #rótarý
Kæru félagar. Við höfum fengið sent boð frá félögum okkar í Svíþjóð, þar sem ungu f...
Nýtt blað er komið út endilega kíkið á það. Fréttir er tengjast 120 ára afmæli Rotar...
19. mar. 2025
Fundurinn hefst kl. 17, spjallrásin opnar kl. 16:45. Á dagskrá fundar er: Tónlistar...
Rótarý er alþjóðleg hreyfing fólks úr viðskipta- og atvinnulífi og opinberri þjónustu sem stendur fyrir mannúðar- og menningarstarfi, stuðlar að sem bestu siðgæði í öllum starfsgreinum og hvetur til góðvildar og friðar í heiminum.
Í dag eru klúbbarnir á Íslandi 32 og rótarýfélagar af báðum kynjum og á fjölbreyttum aldri.
Rótarýfélagar eru fulltrúar sinnar starfsgreinar, karla og konur sem hafa það sameiginlega markmið að láta gott af sér leiða undir kjörorðinu „Þjónusta framar eigin hag“.
Upphaf og markmið Rótarýhreyfingin er alþjóðafélagsskapur leiðandi manna sem sameinast um þá ósk að þjóna öðrum án tillits til trúarbragða, stjórnmála, kynþátta eða þjóðernis. Þá er viðurkennt að vilji til þjónustu sé frumskilyrði allra starfa sem séu vel af hendi leyst og hæfileikinn að setja sig í spor annarra manna, skilja sjónarmið þeirra og veita þeim aðstoð og ánægju. Rótarý leitast við að ná þessu markmiði með því að stuðla að skilningi og friði meðal allra manna og þjóða, efla frelsi og réttlæti í viðhorfum til mannlegs lífs en taka um leið fullt tillit til hins sérstaka í fjölbreytninni og fjölbreytninni í því sérstaka.
Stofnandi fyrsta rótarýklúbbsins var nær fertugur lögfræðingur í Chicagóborg í Bandaríkjunum, Paul Harris að nafni.
Fyrsti rótarýklúbburinn hér á landi var stofnaður í Reykjavík 13. september árið 1934. Það voru rótarýfélagar í Kaupmannahöfn sem beittu sér fyrir stofnun Rótarýklúbbs Reykjavíkur.
Sjá einnig almenna síðu Rótarý á Íslandi á www.rotary.is
Smellið á deplana á myndunum til að opna vefsíðu viðkomandi klúbbs. Haldið bendlinum yfir depli til að sjá hvaða klúbbur þar er.
Óstaðbundnir klúbbar eru:
Eins og komið hefur fram, er eitt stærsta verkefni okkar á árinu, að snúa við þeirri þróun, að félögum hefur verið að f...