Til að minnast Jóns lærða, „eins merkasta manns Íslandssögunnar“ ævi hans og verka og þætti Austfirðinga við að bjarga honum, hóf Rótarýklúbbur Héraðsbúa, í samvinnu við Ferðafélag Fljótsdalshéraðs, árið 2019 að setja upp 9 söguskilti. Fjögur minni skilti við rústir kota þar sem hann og kona hans S ... Til að minnast Jóns lærða, „eins merkasta manns Íslandssögunnar“ ævi hans og verka og þætti Austfirðinga við að bjarga honum, hóf Rótarýklúbbur Héraðsbúa, í samvinnu við Ferðafélag Fljótsdalshéraðs, árið 2019 að setja upp 9 söguskilti. Fjögur minni skilti við rústir kota þar sem hann og kona hans Sigríður Þorleifsdóttir fengu að búa og fimm stærri skilti við næsta þjóðveg, sem gera betri grein fyrir sögu Jóns og athöfnum. Síðsta skiltið var afhjúpað 3. desember 2022.
Nýtt félagakerfi 2022 Rótarý á Íslandi mun taka upp nýtt félagakerfi, Polaris. Uppse...
Á Rótarýfundi í dag þ. 6.10.2022 heimsótti umdæmisstjórinn okkar Bjarni Kr. Grímsson...
Eins og fram hefur komið hér á þessari síðu, eru til ýmis gögn, alveg frá árdögum ...
Á þessari síðu finnur þú algengar spurningar og svör um Polaris. Það er skipt í efn...
Rótarý er alþjóðleg hreyfing fólks úr viðskipta- og atvinnulífi og opinberri þjónustu sem stendur fyrir mannúðar- og menningarstarfi, stuðlar að sem bestu siðgæði í öllum starfsgreinum og hvetur til góðvildar og friðar í heiminum.
Í dag eru klúbbarnir á Íslandi 32 og rótarýfélagar af báðum kynjum og á fjölbreyttum aldri.
Rótarýfélagar eru fulltrúar sinnar starfsgreinar, karla og konur sem hafa það sameiginlega markmið að láta gott af sér leiða undir kjörorðinu „Þjónusta framar eigin hag“.
Upphaf og markmið Rótarýhreyfingin er alþjóðafélagsskapur leiðandi manna sem sameinast um þá ósk að þjóna öðrum án tillits til trúarbragða, stjórnmála, kynþátta eða þjóðernis. Þá er viðurkennt að vilji til þjónustu sé frumskilyrði allra starfa sem séu vel af hendi leyst og hæfileikinn að setja sig í spor annarra manna, skilja sjónarmið þeirra og veita þeim aðstoð og ánægju. Rótarý leitast við að ná þessu markmiði með því að stuðla að skilningi og friði meðal allra manna og þjóða, efla frelsi og réttlæti í viðhorfum til mannlegs lífs en taka um leið fullt tillit til hins sérstaka í fjölbreytninni og fjölbreytninni í því sérstaka.
Stofnandi fyrsta rótarýklúbbsins var nær fertugur lögfræðingur í Chicagóborg í Bandaríkjunum, Paul Harris að nafni.
Fyrsti rótarýklúbburinn hér á landi var stofnaður í Reykjavík 13. september árið 1934. Það voru rótarýfélagar í Kaupmannahöfn sem beittu sér fyrir stofnun Rótarýklúbbs Reykjavíkur.
Sjá einnig almenna síðu Rótarý á Íslandi á www.rotary.is
Bjarni Kr. Grímsson, umdæmisstjóri 2022-2023 Bjarni er í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Grafarvogur. umdstjori@rotary.is |...