Rótarýklúbburinn Borgir Kópavogur býður til 74. umdæmisþings Rótarýs á Íslandi 11. - 12. október 2019.
Yfirskrift þingsins er Tryggt umhverfi - traust samfélag.
Skráning hér:
https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfLZhVOqVxFzLgjyLVPA4iegyQnz64rthTQRtfK56Mi_TFK4g/viewform
FÖSTUDAGURINN 11. OKTÓBER 2019
Kópavogskirkja:
17:00 Þingsetning, minningarathöfn um látna félaga, tónlistaratriði, erindi erlendra gesta; Virpi Honkala fulltrúi Norðurlanda og Patrick Gallaghan, fulltrúi alheimsforseta
Safnaðarheimili Kópavogskirkju:
18:30 Móttaka bæjarstjóra Kópavogs
19:00 Rótarýfundur og veitingar
LAUGARDAGURINN 12. OKTÓBER 2019
Menntaskólanum í Kópavogi:
8:30 Skráning hefst og stendur til hádegis
9:00 Vinnustofur umdæmisstjóra fyrir verðandi forseta, ritara og gjaldkera
10:00 Garðar Eiríksson, fráfarandi umdæmisstjóri, kynnir ársskýrslu og reikninga starfsársins 2018-2019 Anna Stefánsdóttir, umdæmisstjóri, kynnir fjárhagsáætlun umdæmisstjóra fyrir starfsárið 2019-2020
10:45 Kaffihlé
11:00 Verðlaunaafhending og ávarp verðlaunahafa
12:00 Hádegisverður
Dagskrá helguð þema þingsins sem er „Tryggt umhverfi - traust samfélag“:
13:00 Ávarp frá umhverfis- og auðlindaráðuneyti
13:15 Dr. Halldór Björnsson, hópstjóri veðurs og loftslags á Veðurstofu Íslands: Loftslagsbreytingar og samfélagsáhrif
13:45 Dr. Sigurður Reynir Gíslason, rannsóknarprófessor hjá Háskóla Íslands: Kolefnisbúskapur jarðar
14:00 Ingunn Gunnarsdóttir, doktorsnemi í Umhverfis- og auðlindafræði við HÍ: Sjálfbær orkuþróun á Íslandi
14:15 Vandræðaskáld, myndband
14:20 Sævar Helgi Bragason, stjarnvísindamaður og vísindamiðlari: Miðlun loftslags- og umhverfisvísinda til barna og fullorðinna
14:35 Nemendur úr Kópavogsskóla kynna Evrópuverkefni, sem þau vinna að undir stjórn Sigurðar
Þorsteinssonar, Árnýjar Stefánsdóttur og Guðnýjar Sigurjónsdóttur. Verkefnið fjallar um vistspor okkar tengd orku, orkunotkun og loftlagsbreytingum
14:50 Kaffihlé
15:10 Hrefna Ösp Sigfinnsdóttir, framkvæmdastjóri Markaða hjá Landsbanka Íslands: Ábyrgar fjárfestingar til farsællar framtíðar
15:25 Gígjan, þjóðlagahópur
15:35 Hildur Knútsdóttir, rithöfundur og formaður stjórnar Loftslagssjóðs: Hvað erum við að tala um þegar við tölum um lífsgæði? Daglegt líf á róttækum tímum
15:50 Soffía Gísladóttir, verðandi umdæmisstjóri, býður til umdæmisþings 2020
16:00 Anna Stefánsdóttir, umdæmisstjóri slítur þinginu
Hlé
19:00 Hátíðarsamkoma í Súlnasal Hótel Sögu ( Radison Blue Saga við Hagatorg)
Fordrykkur
Kvöldverður*:
Kryddjurtagrafin bleikja með dillsósu, silungahrognum & stökku rúgbrauði
Lambahryggvöðvi og hægeldaður lambabógur með fondand kartöflubakaðri nípu & ostrusveppum
Súkkulaðikúla með hindberjafyllingu, vanilluís & jarðaberjasalati
*Við skráningu á þingið verður hægt að velja ef ekki er óskað eftir kjöti, óskað er grænmetis- eða grænkerafæðis eða ef um matarofnæmi er að ræða.
Skemmtiatriði; Uppistand, söngatriði o.fl.
Hljómsveit Óskars Eylands leikur fyrir dansi