Rótarýdagsnefnd 2019

laugardagur, 3. nóvember 2018 08:30-10:00, Rótarýskrifstofan Suðurlandsbraut 54 108 Reykjavík
Fyrsti fundur í Rótarýdagsnefnd vegna Rótarýdagsins 24. febrúar 2019.
Undirbúningsnefnd vegna Rótarýdagsins 24. febrúar 2019 kom saman til fundar á skrifstofu rótarýumdæmisins laugardaginn 3. nóv. 2018 kl. 08:30 
 
Mætt voru: Garðar Eiríksson, Guðni Gíslason, Anna Stefánsdóttir, Rannveig Björnsdóttir, Soffía Gísladóttir og Sigríður Johnsen. 
Björgvin Örn Eggertsson, Markús Örn Antonsson, Gísli B. Ívarsson og Ragnar Jóhann Jónsson boðuðu forföll.
 
Garðar Eiríksson, umdæmisstjóri boðaði til fundarins. 
Hann óskaði eftir því að Guðni Gíslason og Sigríður Johnsen tækju að sér að stýra nefndinni.
Garðar fór yfir  markmið og mikilvægi Rótarýdagsins sem er okkar helsti vettvangur til þess að  kynna starfsemi rótarý sem víðast.  Einnig benti hann á mikilvægi þess að nýta daginn til þess að laða að nýja félaga. 
Fram kom að fjárhagsáætlun umdæmisins gerir ráð fyrir að 800.000 kr. séu ætlaðar í kynningar og önnur útgjöld sem tengjast Rótarýdeginum.
 
Fundarmenn voru sammála um að beina athyglinni að því verðuga verkefni END POLIO og gera það að þema Rótarýdagsins 2019.
 
Tillögur að útfærslu dagsins voru ræddar og upp komu margar góðar hugmyndir að kynningum  og samstarfi við aðila sem gætu komið að verkefninu.
 
Næsti fundur verður haldinn föstudaginn 30. nóvember á skrifstofu umdæmisins kl. 12:00
 
Fundi slitið kl. 10:00
 
Sigríður Johnsen tók saman.