Hátíðartónleikar Rótarý

laugardagur, 1. mars 2025 17:00-19:00, Salurinn Kópavogur
Vefsíða: https://tix.is/event/18967/hatidar-og-styrktartonleikar-rotary
Skipuleggjendur:
  • Jón Karl Ólafsson
  • Stefán Baldursson
  • Kjartan Óskarsson

Hátíðartónleikar Rótarý fara fram í Salnum í Kópavogi þann 1. mars n.k.  Dagskráin hefst klukkan 17:00 og fram munu koma styrkþegar Tónlistarsjóðs á þessu ári, auk annarra frábærra listamanna.  Gert er ráð fyrir léttum veitingum í hléi.  

Allur ágóði af tónleikum rennur beint til Tónlistarsjóðs og mun fara beint til að styrkja áframhaldandi styrki til efnilegs tónlistarfólks.  Rótarýfélagar eru hvattir til að mæta og skrá sig.  Viðburður telst sem fundur og kemur fram sem mæting fyrir þá sem skrá sig hér á viðburð.

Starf Tónlistarsjóðs byggir á framlagi okkar og því er mjög mikilvægt, að sem flestir Rótarýfélagar komi og taki helst með sér gesti.  Pláss er fyrir um 400 gesti á tónleikum.

Tónlistartöfrar

Frábær tónleikasalur

Salurinn í Kópavogi

Staðsetning miðsvæðis

Styrkþegar í ár eru þau Kristín Ýr Jónsdóttir flautuleikari og Hjörtur Páli Eggertsson sellóleikari og hljómsveitarstjóri. Þau munu koma fram á tónleikunum auk Bryndísar Guðjónsdóttur sópransöngkona sem hlaut styrk 2021 og Guðbjartar Hákonarsonar fiðluleikar, sem fékk styrk 2023.  Fleiri listamenn mun skemmta okkur og einnig verða veitingar í boði fyrir tónleikagesti.  Við treystum á Rótarýfélaga og hlökkum til að sjá ykkur. 


Þín skráning

Aðal þátttakandi

Greiðsla gerð utan Polaris

Skráning


Skráning til: laugardagur, 1. mars 2025 kl. 17:00

Hámark fjölda þátttakenda: 400

Miðakaup fara fram í gegnum tix.is og er hér hlekkur, sem leiðir tónleikagesti á vefinn.  Hægt er að taka frá sæti og ganga frá greiðslum. 

Tónleikar eru styrktartónleikar og mun allur ágóði renna í Tónlistarsjóðinn.  Allir tónleikagestir greiða sama verð, eða kr. 5.900 fyrir hvern miða.  

Hátíðar- og styrktartónleikar Rótarý | Tix



Meðlimir: Vinsamlegast innskráið ykkur fyrir skráningu.
Innskrá áður en bókað er á viðburð   

Aðal þátttakandi

Þín skráning

Aðal þátttakandi

Greiðsla gerð utan Polaris