Umræður á þinginu voru mjög áhugaverðar og það er ljóst, að það er mikil vinna framundan hjá umdæminu og klúbbunum okkar. Áherslumál þingsins voru tvö. Fyrri áherslan er Rótarýsjóðurinn og þróun hans. Það er ljóst, að við getum gert mikið betur í framlögum okkar og félagar eru hvattir til þess að skoða vel störf sjóðsins og hvernig við getum lagt enn meira af mörkum en við höfum gert á undanförnum árum.
Seinni áherslan og það sem mestur tími fór í er félagaþróun og hvernig við ætlum að vinna í henni á komandi misserum. Félögum hefur verið að fækka og það eru áskoranir við að fá nýja félaga til að koma til liðs við okkur. Það er þannig komið, að við erum komin að mörkum þess sem Rotary International viðurkennir sem sérstakt umdæmi. Það virðist vera mikill samhljómur hjá félögum okkar, að halda þessar i stöðu. Það þýðir einfaldlega, að við þurfum að fjölga Rótarýfélögum og það verður vinnan á næstu misserum.