Boð á Umdæmisþing 2025

mánudagur, 28. október 2024

Jón Karl Ólafsson

Á umdæmisþingi sem haldið var á Reykjavík Natura 18.-19. október s.l. var boðið til næsta umdæmisþing árið 2025.  Sigríður Björk, verðandi umdæmisstjóri bauð Rótarýfélögum að koma til Garðabæjar þann 11.-12, október 2025.  Rótarýklúbburinn Hof-Garðabæ verður gestgjafi okkar og það stefnir því í gott og skemmtilegt þing á næsta ári.

Það er rétt að ítreka enn og aftur, að umdæmisþing er fyrir alla Rótarýfélaga, þannig að við viljum hvetja ykkur til að taka þessa daga frá.  Þetta er aðalfundur Rótarýumdæmisins og þar eru rædd málefni hreyfingarinnar okkar, sem koma okkur öllum við.  Það er mikilvægt að raddir sem flestra heyrist á umdæmisþingum.

Sigríður Björk Gunnarsdóttir, verðandi umdæmisstjóri 2025-2026 býður á Umdæmisþing á næsta ári