Opnað hefur verið fyrir umsóknir um styrki í Tónlistarsjóði Rótarý. Tilgangur Tónlistarsjóðs Rótarý á Íslandi er að veita ungu tónlistarfólki sem skarað hefur fram úr á einhverju sviði tónlistar viðurkenningu í formi fjárstyrks til frekara náms. Styrkurinn er veittur á hátíðartónleikum Rótarý.
Árlega er veitt úr tónlistarsjóði Rótarý á Íslandi og skal umsóknum skilað til Rótarýumdæmisins, netfang: rotary@rotary.is.
Í ár verða styrkirnar tveir, að upphæð 1 milljón kr. hvor, og þurfa umsóknir að berast fyrir 1. desember nk.
Ungir tónlistarflytjendur, sem stunda framhaldsnám við erlenda tónlistarháskóla og stefna á að gera tónlist að meginstarfi, geta sótt um styrkinn.
Fyrst var úthlutað úr sjóðnum á 100 ára afmæli Rótarýhreyfingarinnar á tónleikum í Salnum í Kópavogi þann 7. janúar 2005. Átján umsóknir voru þá um styrk úr tónlistarsjóðinum. Það var eindóma álit dómnefndar að Víkingur Heiðar Ólafsson, píanóleikari, hlyti fyrstu viðurkenninguna að upphæð 500 þúsund kr. til frekara náms.
- Styrkirnir eru veittir til þeirra sem hyggjast gera tónlist að framtíðarstarfi sínu.
- Æskilegt er að umsækjendur séu komnir í mastersnám.
- Allar upplýsingar um menntun og áfanga í tónlistarnámi þurfa að koma fram.
- Nauðsynlegt er að láta nýjar/nýlegar upptökur af söng/hljóðfæraleik fylgja umsókn.
Við viljum hvetja alla klúbba til að koma þessum upplýsingum til þeirra, sem mögulega gætu sótt um þetta styrki. Það er síðan rétt að taka fram, að Styrktartónleikar Rótarý verða í Salnum í Kópavogi þann 1.mars 2025. Það verða verðlaun afhent til styrkþega og við fáum vonandi að njóta tónlistar þeirra og annarra frábærra listamanna. Takið þennan dag frá og mætum öll í Salinn.