Rótarýhreyfingin fagnar 120 ára afmæli

sunnudagur, 23. febrúar 2025

Guðni

Rótarýhreyfingin fagnar 120 ára afmæli sínu í dag, 23. febrúar sl. en hér á landi fögnuðum við 90 ára Rótarýstarfi á síðasta ári.

Á þessum degi árið 1905 héldu lögfræðingurinn Paul Harris og þrír vinir hans - námuverkfræðingurinn Gustavus Loer, kolakaupmaðurinn Sylvester Schiele og klæðskerinn Hairam Elmer Shorey fyrsta rótarýfundinn.

Í dag er Rótarý net 1,2 milljón félaga sem vinna að markmiðurm hreyfingarinnar undir einkunnarorðunum „Þjónusta ofar eigin hag“.

Hreyfingin byggir á um 47 þúsund rótarýklúbbum þar sem félagar njóta félagsskapar og fræðast um ótrúlegustu málefni um leið og þeir styrkja góð málefni með ýmsum hætti hér heima og víða um heim.

Rótarýhreyfingin leggur áherslu á sjö þætti í baráttu sinni við að auka alþjóðlegt samstarf, bæta lífsskilyrði og að bæta veröld okkar í baráttunni fyrir friði og að útrýma lömunarveiki, þau eru:

  • Barátta fyrir friði
  • Útrýming sjúkdóma
  • Tryggja hreint vatn og hreinlæti
  • Ungbarna- og mæðrahjálp
  • Tryggja börnum skólagöngu
  • Aðstoð við uppbyggingu innviða
  • Umhverfisvernd 

The Rotary Foundation er einn öflugasti frjálsi styrktarsjóður heims og hefur tekist á við krefjandi verkefni eins og útrýmingu á lömunarveiki (polio), útvega íbúum hreint vatn, þjálfa upp leiðtoga og margt fleira.

En Rótarýhreyfingin getur tekist á við öll þessi verkefni vegna þess innan klúbbanna er samheldur hópur sem nýtur góðrar samveru og fræðslu á vikulegum fundum.

Við getum alltaf bætt við góðum félögum.

#rotary120 #rótarý