Kæru félagar.
Við höfum fengið sent boð frá félögum okkar í Svíþjóð, þar sem ungu fólki er boðin þátttaka í siglingarbúðum í Svíþjóð. Upplýsingar um málið og hvernig sótt er um koma fram í meðfylgjandi bréfi. Það gæti verið gaman fyrir ungt fólk að skoða þetta, sem möguleika í sumar. Þið komið þessu á framfæri, ef áhugi er til staðar.