Stjórn Rotary Norden

fimmtudagur, 10. apríl 2025

Jón Karl Ólafsson

Breytingar í stjórn Rotary Norden

Undanfarin ár hefur Markús Örn Antonsson verið fulltrúi Umdæmis 1360 í stjórn útgáfufélags Rotary Norden.  Meginverkefni þessa félags er útgáfa á samnefndu riti - Rotary Norden, sem fjallar um málefni Rótarý á Norðurlöndunum.  Blað þetta er sent rafrænt á alla Rótarýfélaga á svæðinu og m.a. eru greinar á íslensku í hverju blaði.  Markús Örn hefur unnið ótrúlegt starf á undanförnum árum, bæði sem ritstjóri efnis frá Íslandi og í seinni tíð sem stjórnarmaður í stjórn útgáfufélags blaðsins.  Ásdís Helga Bjarnadóttir hefur verið ritstjóri efnis frá Íslandii og heldur því starfi áfram.

Markús Örn hefur nú ákveðið að draga sig í hlé frá þessum störfum.  Það verður mikill missir af Markúsi Erni úr stjórn útgáfufélagsins, þar sem reynsla hans og elja hefur verið ómetanleg í að byggja blaðið og útgáfu þess upp.  Það verður seint að fullu metið það ómetanlega starf, sem Markús Örn hefur unnið fyrir Rotary Norden og umdæmið okkar hér á Íslandi.  Við munum vonandi áfram geta notið reynslu nans, þó að hann hætti beinni stjórnarsetu.  Við þökkum Markúsi Erni fyrir hans framlag til útgáfumála udæmisins og hlökkum til að vinna áfram með honum að góðum málefnum. 

Markús Örn Antonsson

Ársæll Harðarson, nýr stjórnarmaður í Rotary Norden

Ársæll Harðarson hefur samþykkt, að taka sæti í stjórn útgáfufélags Rotary Norden fyrir hönd Umdæmis 1360.  Ársæll er félagi í Rótarýkklúbbi Reykjavík-Austurbær og hefur hann sinnt ýmsum störfum fyrir klúbbinn á undanförnum árum.  Hann er einnig stjórnarmaður í Styrkar- og verðlaunasjóði Rótarý.

Ársæll hefur víðtæka reynslu eftir áratugastarf í viðskiptalífinu og stjórnarsetu í fyrirtækjum og samtökum,  Hann er með MBA gráðu frá Copenhagen Business School og hefur m.a. unnið lengi ýmsum störfum fyrir Icelandair.  Hann var yfirmaður á skrifstofu félagsins í Kaupmannahöfn um árabil og hann þekkir því vel til starfa innan Skandninavíu.

Það verður frábært að fá Ársæl til liðs við stjórn Rotary Norden og það er alveg ljóst að reynsla hans og þekking mun nýtast vel í starfinu framundan.  Hann mun eflaus nýtast vel í þeim mikilvægu verkefnum sem unnin eru í stjórn útgáfufélags Rotary Norden.


Rotary Noden