Ársæll Harðarson hefur samþykkt, að taka sæti í stjórn útgáfufélags Rotary Norden fyrir hönd Umdæmis 1360. Ársæll er félagi í Rótarýkklúbbi Reykjavík-Austurbær og hefur hann sinnt ýmsum störfum fyrir klúbbinn á undanförnum árum. Hann er einnig stjórnarmaður í Styrkar- og verðlaunasjóði Rótarý.
Ársæll hefur víðtæka reynslu eftir áratugastarf í viðskiptalífinu og stjórnarsetu í fyrirtækjum og samtökum, Hann er með MBA gráðu frá Copenhagen Business School og hefur m.a. unnið lengi ýmsum störfum fyrir Icelandair. Hann var yfirmaður á skrifstofu félagsins í Kaupmannahöfn um árabil og hann þekkir því vel til starfa innan Skandninavíu.
Það verður frábært að fá Ársæl til liðs við stjórn Rotary Norden og það er alveg ljóst að reynsla hans og þekking mun nýtast vel í starfinu framundan. Hann mun eflaus nýtast vel í þeim mikilvægu verkefnum sem unnin eru í stjórn útgáfufélags Rotary Norden.