Golfmót Rótarý verður haldið þann 25.júní n.k. hjá Golfklúbbi Öndverðarness. Mótið er keppni á milli klúbba um titilinn golfmeistari Rótarý árið 2025. Keppnin er punktakeppni og telja tveir bestu leikmenn frá hverjum klúbbi ti verðlauna. Í boði er veglegur farandbikar og montréttur að vera bestur í golfi - a.m.k. þetta árið.
Mótið er fyrir alla Rótarýfélaga og gesti. Í liðakeppni eru aðeins Rótarýfélagar gjaldgengir, en mótið er einnig punktakeppni karla og kvenna og eru allir þátttakendur með í því móti. Verðlaun eru vegleg, en auðvitað eru lang bestu verðlaunin góður dagur með góðum vinum.
Við gerum ráð fyrir, að allt að 50 manns taki þátt í mótinu. Það verður ekki unnt að ræsa út á öllum teigum - til þess þurfum við að fjölga þátttakendum í 80-100. Við stefnum að því á næsta ári.
Byrjað verður að ræsa út um klukkan 12:00 og í lok móts hittumst við öll í klúbbhúsinu og þar verða veitt verðlaun fyrir 1-3 sæti hjá körlum og konum. Sérstök verðlaun verða veitt fyrir höggleik án forgjafar. Fyrir okkur hin verður síðan einnig dregið úr skorkortum, þannig að allir eiga möguleika á einhverjum vinningum.
Takið daginn frá og við hlökkum til að spila saman í Öndverðarnesi.