Nýtt félagakerfi 2022

mánudagur, 29. nóvember 2021

Guðni

Nýtt félagakerfi 2022

Rótarý á Íslandi mun taka upp nýtt félagakerfi, Polaris.

Uppsetning og innleiðing á því mun hefjast fljótlega og upplýsingar úr ClubAdmin, núverandi kerfi, verað fluttar yfir í Polaris.

Reiknað er með að kerfið verði formlega tekið í notkun í lok júní 2022.  

Vefstjóri

Hver rótarýklúbbur þarf að velja og skrá vefstjóra sem mun bera ábyrgð á félagakerfinu í sínum klúbbi og mun fá þjálfun í notkun þess. Ætlast er til þess að þetta verði nokkuð fast embætti, þ.e. að EKKKI verði skipt um á hverju ári.

Skráning á vefstjóra er gerð undir „Embættismenn“ í félagakerfinu. „Bæta við skyldu“ og skrá undir núverandi starfsár.