Hér skráið þið ykkur á ráðstefnuna sjálfa sem hefst föstudaginn 16. september kl. 15:00 og er fram á sunnudaginn 18. september. Endanlega dagskrá liggur ekki fyrir en sem dæmi um föstudaginn þá mun Guðni Th. Jóhannesson setja ráðstefnuna og í framhaldi verða erindi um umhverfismál hér á landi sem og á svæðum 17, 18, 19 og 20a. Ian Riseley, heimsforseti 2017-2018 verður Key Note Speaker. Á laugardeginum frá kl. 09:00-13:00 verður Amanda Ellis Key Note Speaker - Director Global Partnerships | ASU Wrigley Global Futures, Professor of Practice | Thunderbird School of Global Management. Síðan verða rædd rótarýmálefnin Equity, Economy & the Environment bæði í fyrirlestrum og í hringborði.
Kynning verður á Shelter Box samstarfi Rotary og þeirra, en Shelter Box er upphaflega rótarýverkefni.
Eftir hádegi taka ráðstefnugestir þátt í viðburðum sem tengjast sjö megin áherslum Rotary International: Verndum umhverfið, Tryggjum frið, Berjumst gegn sjúkdómum, Tryggjum hreint vatn, Björgum mæðrum og börnum þeirra, Tryggjum menntun og Styðjum við innlent hagkerfi. Þið skráið ykkur í 3 þeirra viðburða sem höfða mest til ykkar og einn þeirra verður fyrir valinu. Þetta er fræðsludagskrá með ferðaívafi sem endar á rótarýkvöldverði hjá þeim klúbbi sem ber ábyrgð á verkefninu, en átta rótarýklúbbar á stórhöfuðborgarsvæðinu taka að sér skipulag þessara viðburða.
Á sunnudagsmorguninn byrjum við kl. 10:00 en þá verður m.a. WHO með Key Note Speaker og segir frá samvinnu Rotary og WHO (Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni). Þá verður Holger Knaack, heimsforseti 2020-2021 með innlegg ásamt Jennifer Jones. Framtíðarleiðtogar Rotary verða með kynningar, en þeir verða í þjálfun hér á landi á laugardeginum.