Áhugaverð dagskrá á Action Summit 13.-18. september

fimmtudagur, 23. júní 2022

Það eru spennandi tímar fram undan hjá Rótarý á Íslandi, en 13.–18. september mun verða haldin hér stór svæðisráðstefna Rotary International þar sem svæði 17, 18, 19 og 20a munu sameinast um fræðslu fyrir tilnefnda og verðandi umdæmisstjóra þessara svæða ásamt því að halda veglega ráðstefnu, eða Action Summit, sem öllum rótarýfélögum í heiminum býðst að taka þátt í.

Eru íslenskir rótarýfélagar hvattir til að taka þátt í þessari ráðstefnu þar sem viðlíka tækifæri til að upplifa Rótarý á heimsvísu verður ekki endurtekið hér á landi í bráð.

Heiðursgestur ráðstefnunnar verður Jennifer Jones sem tekur við sem heimsforseti Rotary International þann 1. júlí nk., sú fyrsta úr röðum kvenna í sögu Rotary International. Ráðstefnan verður haldin á Hilton Hótel Nordica.

Eru rótarýfélagar hvattir til að skrá sig á eftirtalda viðburði (einn eða fleiri) samkvæmt skráningarsíðunni www.rotary.is/summit/

Action Summit Only – IKR 40.000

Hér skráið þið ykkur á ráðstefnuna sjálfa sem hefst föstudaginn 16. september kl. 15:00 og er fram á sunnudaginn 18. september. Endanlega dagskrá liggur ekki fyrir en sem dæmi um föstudaginn þá mun Guðni Th. Jóhannesson setja ráðstefnuna og í framhaldi verða erindi um umhverfismál hér á landi sem og á svæðum 17, 18, 19 og 20a. Ian Riseley, heimsforseti 2017-2018 verður Key Note Speaker.  Á laugardeginum frá kl. 09:00-13:00 verður Amanda Ellis Key Note Speaker  -  Director Global Partnerships | ASU Wrigley Global Futures, Professor of Practice | Thunderbird School of Global Management.  Síðan verða rædd rótarýmálefnin Equity, Economy & the Environment bæði í fyrirlestrum og í hringborði.

Kynning verður á Shelter Box samstarfi Rotary og þeirra, en Shelter Box er upphaflega rótarýverkefni.

Eftir hádegi taka ráðstefnugestir þátt í viðburðum sem tengjast sjö megin áherslum Rotary International: Verndum umhverfið, Tryggjum frið, Berjumst gegn sjúkdómum, Tryggjum hreint vatn, Björgum mæðrum og börnum þeirra, Tryggjum menntun og Styðjum við innlent hagkerfi. Þið skráið ykkur í 3 þeirra viðburða sem höfða mest til ykkar og einn þeirra verður fyrir valinu. Þetta er fræðsludagskrá með ferðaívafi sem endar á rótarýkvöldverði hjá þeim klúbbi sem ber ábyrgð á verkefninu, en átta rótarýklúbbar á stórhöfuðborgarsvæðinu taka að sér skipulag þessara viðburða.

Á sunnudagsmorguninn byrjum við kl. 10:00 en þá verður m.a. WHO með Key Note Speaker og segir frá samvinnu Rotary og WHO (Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni). Þá verður Holger Knaack, heimsforseti 2020-2021 með innlegg ásamt Jennifer Jones. Framtíðarleiðtogar Rotary verða með kynningar, en þeir verða í þjálfun hér á landi á laugardeginum.

Action Summit including Power of Rotary – 50.000

Þetta combó er fyrir þá áhugasömustu. Þá hefst dagskráin á hádegi á fimmtudegi kl. 16:00-18:00 með Rótaryfræðslu, m.a. um Rótarýsjóðinn og félagaöflun innan Rótarý. Dagskráin heldur áfram á föstudagsmorgni kl. 09:00-13:00 og þá taka m.a. þátt Jennifer Jones, Ian Riseley og Holger Knaack, allt heimsforsetar.

Power of Rotary only – IKR 16.500

Fyrir þá sem vilja eingöngu fá smjörþefinn af ráðstefnunni, þá gætu þeir skráð sig eingöngu á Power of Rotary eins og er skilgreint hér að ofan:

Summit Dinner/Party Night – 15.000

Fyrir þá sem vilja taka þátt í aðal gleðinni á föstudagskvöldinu, er hægt að skrá sig annað hvort eingöngu á þennan viðburð eða til viðbótar við aðra viðburði sem þið hafið skráð ykkur á (ath. að þessi viðburður er ekki innifalinn í ráðstefnuverðinu og verður að skrá sig sérstaklega í hann). Þar er um að ræða fordrykk kl. 18:30 sem leiðir af sér 3ja rétta máltíð með víni á borðum sem endar svo með balli þar sem Stjórnin leikur fyrir dansi. Heimsforsetinn okkar Jennifer Jones verður með aðalræðu sína það kvöld.

Action Summit (Emerging Leaders and Rotaractors) – IKR 34.000

Eru rótarýklúbbar hvattir til að senda framtíðarleiðtoga Rótarý á Íslandi, unga sem eldri, á Ráðstefnuna Action Summit ásamt leiðtogafræðslu – Emerging leaders and Rotaractors. Þessir einstaklingar fara á ráðstefnuna ásamt því að fá sérstaka leiðtogaþjálfun frá mjög reyndum rótarýsérfræðingum á laugardeginum. Þetta eru þeir einstaklingar sem þið sjáið fyrir ykkur sem framtíðarleiðtoga innan Rótarý á næstu árum sem og unga fólkið í Rotaract.

Rótarývarningur

Það má líka kíkja við á Hótel Nordika og kaupa sér rótarývarning, en þýskir sölumenn verða með sölubása með ýmiskonar rótarývarningi sem gaman er að eignast.

Spurningar

Svona stór viðburður, þar sem koma saman um 500 rótarýfélagar víðs vegar að úr heiminum, krefst mikils undirbúnings og víðtækrar samvinnu íslenskra rótarýfélaga.

Áhugasamir um þátttöku við undirbúning og/eða framkvæmd viðburðarins hafið endilega samband við, soffiagisla65@gmail.com og hikið ekki að senda spurningar ef einhverjar vakna varðandi skráningu á ráðstefnuna.