Heimsókn í rótarýlundinn í Mosfellsbæ

þriðjudagur, 16. ágúst 2022

Um miðjan ágúst var fundur haldinn í Rótarýklúbbi Mosfellssveitar og var hann haldinn í trjálundinum fagra. Forseti klúbbsins, Margrét Guðjónsdóttir, setti fundinn sem er n. 2 á starfsárinu og nr. 1885 frá stofnun klúbbsins og bauð félaga og gesti velkomna. Mættir voru 30 félagar og gestir þeirra. Margrét fór stuttlega yfir söguna en það var í febrúar 1990 sem Vigfús Aðalsteinsson maður Svölu sendi inn ósk til Mosfellsbæjar að Rótarýklúbbi Mosfellssveitar verði úthlutað landi til skógræktar og uppgræðslu. Þessi bón fékk góðar undirtektir og samþykkt af bæjarráði síðar sama ár. Klúbburinn fékk úthlutaðri lóð við Skarhólabraut sem þá var bara móar og melar en félagar hófu störf af miklum metnaði. Lundurinn er afar fallegur og nutu gestir þess að ganga um hann og þiggja góðar veitingar.

Um miðjan ágúst var fundur haldinn í Rótarýklúbbi Mosfellssveitar og var hann haldinn í trjálundinum fagra.