Tilkynnt um 10 Paul Harris viðurkenningar á umdæmisþinginu

miðvikudagur, 26. október 2022

Á umdæmisþinginu 8. október sl. tilkynnti fyrrverandi umdæmisstjóri, Ásdís Helga Bjarnadóttir, um veitingu viðurkenninga til tíu rótarýfélaga sem hafa lagt fram mikið og gott starf fyrir Rótarý á Íslandi. Fjórir þeirra voru á þinginu og veitti Ásdís þeim Paul Harris viðurkenningu.

  • Anna Stefánsdóttir, Rkl. Borgum fyrir framúrskarandi starf fyrir hönd umdæmisins sem umdæmisstjóri og í framkvæmdaráði Rótarý á Íslandi.
  • Guðmundur Björnsson, Rkl. Keflavíkur fyrir störf hans til nokkurra ára innan valnefndar fyrir umdæmisstjóraembættið.  
  • Guðni Gíslason, Rkl. Straumi Hafnarfirði fyrir gott starf og þjónustu í tengslum við innleiðingu nýs félagakerfis – Polaris og heimasíðuuppbyggingu vegna Rotary Action Summit á Íslandi í september 2022.
  • Jón Karl Ólafsson, Rkl. Reykjavíkur fyrir að leiða hóp aðstoðarumdæmisstjóra og sinna embættinu vel á starfstímanum.

Á myndinn f.v.: Guðmundur Björnsson, Anna Stefánsdóttir, Jón Karl Ólafsson og Guðni Gíslason sem öll fengu Paul Harris viðurkenningu úr hendi Ásdísi Helgu Bjarnadóttur.

Aðrir sem tilkynnt var um að fengju Paul Harris viðurkenningu við fyrsta tækifæri:

  • Bala Kamallakharan, Rkl. Reykjavík International fyrir forgöngu að alþjóðlegu verkefni með Rótarýfélögum á Indlandi og leiða það til árangurs.   
  • Guðlaug Birna Guðjónsdóttir, Rkl. Borgum fyrir að gegna embætti aðstoðarumdæmisstjóra til nokkurra ára og sinnt því vel. Góður stuðningur við umdæmisstjóra.
  • Hrefna Sigríður Briem, Rkl. Rvík Miðborg forseti klúbbsins er vann öturlega að stofnun Rótaraktsklúbbs í tengslum við umdæmisnefnd og HR og HÍ.
  • Kristján Haraldsson, Rkl Görðum fyrrverandi umdæmisstjóri fyrir framlag hans, þátttöku og miðlun vegna löggjafaþinga RI.
  • Sigurjón Bjarnason, Rkl. Héraðsbúa fyrir að gegna embætti umdæmisgjaldkera á tímabilinu og verið umdæmisstjóra til stuðnings. Starfið er nokkuð umfangsmikið.
  • Sveinn Jónsson Rkl. Héraðsbúa fyrir að leiða skipulagningu á umdæmisþingi Rótarý á Íslandi á Hallormsstað og koma að ýmsum málum er tengdust starfi umdæmisins og klúbbsins á starfsárinu.

Ljósm.: Geir A. Guðsteinsson