Teppa og fatasöfnun.

sunnudagur, 13. nóvember 2022

Anna Stefánsdóttir

Kæru félagar í Rkl. Borgum.

Eins og við þekkjum vel af fréttum af stríðinu í Ukrainu þá ríkir þar orkuskortur eða beinlínis orkuþurrð og kuldi í híbýlum fólks, ekki síst í höfuðborginnni og nærliggjandi borgum.  

Við Virpi Honkala höfum verið í samband vegna þátttöku okkar Rótarýumdæmis í umsókn um styrk í neyðarsjóð Rótarýsjóðsins til kaupa á margs konar varningi til aðstoðar við fólki í Ukrainu ekki síst lyfjum og hjúkrunar- og lækningavörum.  Virpi nefndi líka við mig að mikill skortur er á hlýjum fatnaði og einnig teppum til að nota í neyðaskýlum.  Á fundinum á fimmtudaginn bað ég félaga í klúbbnum að  finna til og gefa teppi til að senda til Ukrainu. Einnig er hlýr fatnaður vel þegin.  Við Jón forseti tökum á móti gjöfum ykkar. Við hvetjum ykkur öll til að taka þátt í þessu verkefni klúbbsins.  Virpi ætlar að koma á sambandi við forseta Rótarýklúbbs í Kharki, sem hún þekkir vel.

Virpi og maður hennar Matti Honkala voru gestir á umdæmisþinginu okkar 2019 og síðan þá höfum við Virpi unnið saman að nokkrum verkefnum. 

Með góðri kveðju,

Anna Stefánsdóttir

Fatasöfnun