Fjársöfnun í kjölfar snjóflóðanna á Neskaupstað

fimmtudagur, 6. apríl 2023

Guðni

Rótarýklúbbur Neskaupstaðar hefur hrundið af stað söfnun til styrktar þeim sem lentu í snjóflóðum hér í bæ mánudaginn 27. mars síðastliðinn.

Í ljós hefur komið og vakið furðu að Náttúruhamfaratryggingar Íslands (NTÍ) bæta tjón þeirra sem verða fyrir náttúruhamförum ekki að fullu þrátt fyrir fullyrðingar um annað. Hver fjölskylda þarf að taka á sig sjálfsábyrgð fasteignar sinnar og innbús. Auk þessa bæta þær ekki tjón á bifreiðum en þar eru á bak við ýmsar og ólíkar forsendur.

Vegna þessa hefur Rótarýklúbbur Neskaupstaðar ákveðið að efna til söfnunar til að styðja við bakið á þeim sem hafa orðið fyrir fjárhagslegum skaða af þessum hörmulegum atburðum.

Vonast er eftir jákvæðuð viðbragðaum samborgaraanna, að styðja við það fólk/fjölskyldur sem lentu í þessum hremmingum til að auðvelda þeim til að takast á við framtíðina og koma lífi sínu í fastar skorður aftur.

Stofnaður hefur verið söfnunar reikningur í nafni Rótarýklúbbs Neskaupstaðar í Sparisjóði Austurlands.

Kt. 550579-1979 Reikn 1106-05-250199

Söfnunin stendur frá 2. apríl - 30. apríl 2023 Úthlutað verður í byrjun maí.