Rotary Norden framvegis einungis á netinu

miðvikudagur, 22. nóvember 2023

Nú er hægt að lesa Rotary Norden á íslensku - í stafrænni útgáfu

Tímarit norrænu rótarýumdæmanna, Rotary Norden nr. 6 er komið út og er það í síðasta sinn sem það kemur út í prentaðri útgáfu.

Blaðið er líka hægt að lesa í rafrænni útgáfu og nú er hægt að lesa sérstaka íslenska útgáfu af blaðinu þar sem almennt efni er á íslensku en efni frá RI á ensku sem fyrr. Þetta er heldur styttri útgáfa af blaðinu þar sem hinar landssíðurnar eru ekki þýddar og fylgja ekki íslensku útgáfunni. Blöðin má sækja hér.

Þegar fyrst er farið inn á slóðina, birtast 6 útgáfur af blaðinu, landsútgáfurnar 5 og Rotary Norden í fullri lengd með öllum landssíðunum. Ef smellt er á Rotary Norden Island kemur upp íslenska síðan og vafrinn geymir það val svo næst þegar smellt er á tengilinn https://rotarynorden.e-pages.pub kemur íslenska síðan. Til þess að fá allar 6 útgáfurnar aftur þarf að smella á Rotary Norden (land) efst á valmyndinni til vinstri.

Aldrei áður hefur verið hægt að fá jafnmargar greinar á eigin tungumáli, fróðlegt efni og áhugaverðar fréttir úr starfi Rótarý og um stöðu geðheilbrigðismála.

Ekki hika við að smella á útgáfur hinna landanna og sjá hvað þú færð.

Lesa í appi

Ef þú vilt lesa Rotary Norden í gegnum Rotary Norden appið þarftu líklega að eyða því gamla sem þú ert með og hlaða því upp aftur í Google Play Store eða Appstore fyrir IPhone.

Núverandi útgáfan með íslensku þýðingunni er 32 blaðsíður en ekki 68. Var talið mikilvægt að þær greinar sem eru almennar um Rótarý séu settar í forgang. Síðurnar tvær frá Rotary International eru á ensku og svo fréttir frá klúbbum fyrir aftan.