Alþjóðaforseti hefur kynnt þema ársins 2024-2025

föstudagur, 12. janúar 2024

gg

Stephanie Urchick verðandi alþjóðaforseti Rotary International hefur kynnt þema alþjóðaforset fyrir2024-25. Er það The Magic of Rotary, sem þýða mætti Töfrar Rótarý.   

Hvatti hún félagsmenn til að meta og magna kraft samtakanna til að bjarga mannslífum. „Ekki misskilja mig – við ætlum ekki að binda enda á lömunarveiki eða koma á friði í heiminum með því að veifa sprota og segja skemmtileg orð,“ sagði Urchick við verðandi umdæmisstjóra á alþjóðaþingi Rótarý 8. janúar sl.

„Það er í þínum höndum, þú býrð til töfrana með hverju verkefni sem er lokið, hverjum dollara sem gefinn er og með hverjum nýjum félaga.“

Sjá nánar hér og ræðu Sephanie Urchick hér.

Stephanie Urchick verðandi alþjóðaforseti Rotary International 2024-2025

Þema verðandi alþjóðaforseti Rotary International 2024-2025

Svona gæti þýðingin verið en hún er þó í höndum verðandi umdæmistjóra