Jón Karl Ólafsson er nýr umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi

mánudagur, 24. júní 2024

Guðni

Formleg umdæmisstjóraskipti fóru fram 19. júní s.l. á Hótel Berjaya í Reykjavík við hátíðlega athöfn en nýr umdæmisstjóri, Jón Karl Ólafsson félagi í Rótarýklúbbi Reykjavíkur, tekur við embættinu 1. júlí n.k. af Ómari Braga Stefánssyni.

Rótarýárið er frá 1. júlí til 30. júní en 1. júlí taka nýjar stjórnir við í öllum rótarýklúbbum.

Jón Karl Ólafsson, umdæmisstjóri Rótarý á Íslandi 2024-2025

Í umdæmisráði 2024-2025 sitja: Bjarni Már Grímsson fv. umdæmisstjóri, Sigríður Björk Gunnarsdóttir, verðandi umdæmisstjóri, Jón Karl Ólafsson umdæmisstjóri, Elísabet S. Ólafsdóttir, tilnefndur umsæmisstjóri og Ómar Bragi Stefánsson, fráfarandi umdæmisstjóri

Umdæmisráð 2024-2025