Rótarýfélagar leggja fram þekkingu, reynslu og úrræði til að takast á við stærstu áskoranir heimsins. Með styrkjum frá Rotary Foundation verða hugmyndir að veruleika – allt frá hreinu vatni til friðarverkefna um allan heim.Hefur þú áhuga á að sækja um styrk? Til að geta sótt um styrk þarftu að vera ... Rótarýfélagar leggja fram þekkingu, reynslu og úrræði til að takast á við stærstu áskoranir heimsins. Með styrkjum frá Rotary Foundation verða hugmyndir að veruleika – allt frá hreinu vatni til friðarverkefna um allan heim.Hefur þú áhuga á að sækja um styrk? Til að geta sótt um styrk þarftu að vera félagi í rótarýklúbbi.Helstu styrkjaflokkarSvæðisstyrkir (District Grants) Fjármagna smærri, skammtímaverkefni sem mæta þörfum í nærumhverfi og erlendis.Alþjóðlegir styrkir (Global Grants) Styðja stærri, sjálfbær verkefni með mælanlegum árangri á áherslusviðum Rótarý.Styrkir vegna náttúruhamfara (Disaster Response Grants) Veita aðstoð við neyðaraðgerðir og endurreisn á svæðum sem hafa orðið fyrir náttúruhamförum.Styrkir til stærri verkefna (Programs of Scale Grants) Fjármagna markvissa viðleitni rótarýfélaga, í samstarfi við aðra, til að stækka viðurkennd verkefni, til að ná til fleiri svæða og skapa varanlegar breytingar.Af hverju að sækja um? Með styrkjum frá Rotary Foundation getur þú tekið þátt í verkefnum sem bæta líf fólks, stuðla að friði og skapa varanlegar lausnir á alþjóðlegum vandamálum.
Einn áhrifamesti þáttur alþjóðaþjónustu Rótarýhreyfingarinnar eru nemendaskipti sem standa til boða börnum rótarýfélaga jafnt sem öðrum. Skiptinemar þurfa að vera orðnir 16 ára en ekki eldri en 18 1/2 árs þann 1. september árið sem dvölin erlendis hefst. Skiptinemarnir dveljast eitt skólaár í ges ... Einn áhrifamesti þáttur alþjóðaþjónustu Rótarýhreyfingarinnar eru nemendaskipti sem standa til boða börnum rótarýfélaga jafnt sem öðrum. Skiptinemar þurfa að vera orðnir 16 ára en ekki eldri en 18 1/2 árs þann 1. september árið sem dvölin erlendis hefst. Skiptinemarnir dveljast eitt skólaár í gestgjaalandinu á heimilum rótarýmannna eða á öðrum heimilum sem rótarýmenn velja. Ætlast er til að skiptin séu gagnkvæm þannig að þeir klúbbar sem senda nemendur utan taki á móti jafnmörgum í staðinn. Aldur 16 til 19 ára Dvölin er 10-12 mánuðir (eitt skólaár) á 1 til 4 heimilum Umsóknarfrestur er til 1. desember Fjölmargir rótarýfélagar hafa tekið á móti rótarýfélögum og hafa haft af því mikla gleði. Börn rótarýfélaga geta einnig sótt um. Sjá nánar hér.
Halló hamingja Fjölbreyttir leikir sem ætlaðir eru börnum á öllum aldri. Hjálpartæki...
Gerðum upp gamalt strætisvagnaskýli. Góð lausn. Árið 2023 kom Rótarýklúbbur Rvík- Gr...
Kynningarnefnd Rótarýumdæmisins pr@rotary.is Hlutverk kynningarnefndar er að halda ut...
Kenýaverkefnið Verkefnið fólst í því að setja upp sólarsellur á þak skóla sem er nýb...
Rótarý er alþjóðleg hreyfing fólks úr viðskipta- og atvinnulífi og opinberri þjónustu sem stendur fyrir mannúðar- og menningarstarfi, stuðlar að sem bestu siðgæði í öllum starfsgreinum og hvetur til góðvildar og friðar í heiminum.
Í dag eru klúbbarnir á Íslandi 32 og rótarýfélagar af báðum kynjum og á fjölbreyttum aldri.
Rótarýfélagar eru fulltrúar sinnar starfsgreinar, karla og konur sem hafa það sameiginlega markmið að láta gott af sér leiða undir kjörorðinu „Þjónusta framar eigin hag“.
Upphaf og markmið Rótarýhreyfingin er alþjóðafélagsskapur leiðandi manna sem sameinast um þá ósk að þjóna öðrum án tillits til trúarbragða, stjórnmála, kynþátta eða þjóðernis. Þá er viðurkennt að vilji til þjónustu sé frumskilyrði allra starfa sem séu vel af hendi leyst og hæfileikinn að setja sig í spor annarra manna, skilja sjónarmið þeirra og veita þeim aðstoð og ánægju. Rótarý leitast við að ná þessu markmiði með því að stuðla að skilningi og friði meðal allra manna og þjóða, efla frelsi og réttlæti í viðhorfum til mannlegs lífs en taka um leið fullt tillit til hins sérstaka í fjölbreytninni og fjölbreytninni í því sérstaka.
Stofnandi fyrsta rótarýklúbbsins var nær fertugur lögfræðingur í Chicagóborg í Bandaríkjunum, Paul Harris að nafni.
Fyrsti rótarýklúbburinn hér á landi var stofnaður í Reykjavík 13. september árið 1934. Það voru rótarýfélagar í Kaupmannahöfn sem beittu sér fyrir stofnun Rótarýklúbbs Reykjavíkur.
Sjá einnig almenna síðu Rótarý á Íslandi á www.rotary.is
Smellið á deplana á myndunum til að opna vefsíðu viðkomandi klúbbs. Haldið bendlinum yfir depli til að sjá hvaða klúbbur þar er.
Óstaðbundnir klúbbar eru: