Friðrik Jónsson formaður BHM mun flytja erindi um öryggismál og Ukraínu og mun einnig koma inn á kjaraviðræður.
“Ingólfur Arnarson var fyrsti landnámsmaðurinn……….” bababababb, eða hvað? Eftir því sem við þroskumst sem þjóð og jarðarbúar horfum við öðruvísi á fortíðina, lærum meira um hvað gerðist og endurskoðum söguna. Þess háttar rýni ætla þau í Starfsþjónustunefnd að bjóða okkur upp á næsta fimmtudag, 12...
Helga hefur verið leiðandi í nýsköpunarheiminum á Íslandi um þó nokkurt skeið. Hún lauk BA gráðu í hagfræði og enskum bókmenntum við Harvard University og MBA gráðu við London Business School. Crowberry Capital hefur starfað í rúmlega þrjú ár. Á þessum tíma hefur sjóðurinn fjárfest í 12 fyrirtækj...
Jón. Þ. Þór sagnfræðingur mun ræða sögu Bretaveldis og koma með nokkur eintök af nýlegri bók sinni um það efni á fundinn og verða þau til sölu á 3.000 krónur stykkið.
"Hann er svo öflugur stjórnandi". Skortir stjórnir hugrekki til að ráða konur í æðstu stjórnenda stöður. Ásta Dís Óladóttir hefur gert margar rannsóknir varðandi stjórnir og konur í stjórnunarstöðum. Hún tók nýlega við sem formaður Jafnvægis vogarinnar.
Stella Samúelsdóttir framkvæmdastjóri UN Women á Íslandi heldur erindi og mun þar kynna samtökin og starf þeirra.
Næsta fimmtudag fáum við Egil Jóhannsson forstjóra Brimborgar í heimsókn til okkar en hann ætlar að fjalla um orkuskipti í samgöngum. Egill er fæddur árið 1963 og hefur starfað hjá fyrirtækinu alla sína starfsævi. Egill stjórnar fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 1964 þegar bílaverkstæðið V...
Bjarni Kr. Grímsson, umdæmisstjóri Rótarý 2022-2023 heimsækir klúbbinn okkar. Bjarni er félagi í Rótarýklúbbnum Reykjavík-Grafarvogur.
Berglind Rán Ólafsdóttir, fráfarandi framkvæmdastjóri ON og nýr forstjóri ORF Líftækni mun fjalla um vistaskipti sín úr orkugeiranum yfir í líftæknifyrirtæki sem er nýtt af nálinni og hefur bætta framtíð mannkyns að leiðarljósi, en fyrirtækið hyggur á sókn inn á nýjan markað fyrir dýravaxtarþætti.
Næsti fundur, 2. febrúar, verður í höndum Viðskiptaþjónustunefndar. Í nefndinni eru Hildur (formaður), Gísli S., Katrín og Þyri. Aðalgestur fundarins verður Ragnar Sigurðsson en hann kemur frá fyrirtækinu AwarenessGo sem er netöryggisfyrirtæki. Netöryggi er mikið í umræðunni í okkar samfélagi og...
Eyrún Ingadóttir, sagnfræðingur og rithöfundur
Það er Alþjóðaþjónustunefnd sem annast fundinn 9. febrúar. Í þeirri nefnd sitja Bjarki (formaður), Ástríður, Guðmunda, Margrét Teits. og Þyri. Þau hafa fengið Stefán Jón Hafstein til að heimsækja okkur. Stefán ætlar að fjalla um “Heiminn eins og hann er”. Stefán talar út frá nýju bókinni sinni þa...
Garðar mun fræða okkur um Rótarýsjóðinn almennt en segir ennfremur frá nýlegum verkefnum Rótarýsjóðsnefndarinnar og sýnir okkur fjölmargar myndir frá þeim.
Gunnar Svavarsson, framkvæmdastjóri Nýs Landspítala kemur á fundinn og segir frá uppbyggingunni Landspítalans við Hringbraut.
Félagavalsnefnd hefur fengið Kjartan Ólafsson, stjórnarformann Arnarlax til að mæta á fundinn okkar næsta föstudag þann 17. febrúar 2023. Eitt af stórum málunum í síðustu viku var skýrsla Ríkisendurskoðunar um stjórnsýslu fiskeldismála þar sem komu fram ýmsar ábendingar. Kjartan sem bjó um árabil...
Jón Sigurðsson og Sverrir Kristinsson, félagar okkar kynna stórvirkið Þingvellir í íslenskri myndlist, sem kom út fyrir jólin hjá Hinu íslenska bókmenntafélagi.
Skemmtilegt menningarkvöld með góðum mat í góðum félagsskap. Gunnar Helgason rithöfundur Tónlistaratriði Skemmtileg þriggja mínútna erindi frá rótarýfélögum
Páll Winkel forstjóra Fangelsismálastofnunar mun ræða um helstu verkefni og áskoranir stofnunarinnar.
Það verður óvenjulegur og skemmtilegur morgunfundur næsta fimmtudag, 2. mars því þá ætlum við að heimsækja Hönnunarsafn Íslands. Mæting er kl. 7:45. Staðsetning er Hönnunarsafnið, Garðatorgi 1, Garðabæ. Þar tekur á móti okkur Sigríður Sigurjónsdóttir forstöðumaður safnsins. Við ætlum að kynna okku...
Hjörtur Grétarsson Rótarýklúbbi Seltjarnarness fjallar um árs heimferðalag hans og Helgu Jóhannesdóttur eiginkonu hans sem farið var 3 janúar 2022 til 22 desember2022. Ferðin hófst þegar heimsfaraldur Covid stóð hvað hæðst í heiminum. Ferðast var um Ameríku og Ástralíu með sumarstoppi í Evrópu....
Árið 1992 kom út platan Sumar í Sýrlandi. Ætli einn af meðlimum hljómsveitarinnar Stuðmanna hafi þá áttað sig á að hann ætti eftir að heimsækja Rótarýklúbbinn Hof 9. mars á því herrans ári 2023? Ætli hann hafi áttað sig á að hann ætti eftir að verða alþingismaður? Ritari getur ekki svarað þessu ...
Fundað verðir í Albertsbúð, aðstöðu Rótarýklúbbs Seltjarnarness í Gróttu í hádeginu 10 mars. Ræðumaður verður Halldór Blöndal fyrrverandi alþingismaður sem er fjölfróður maður og þekktur fyrir sinn vísnafróðleik.
Stefanía Óskarsdóttir, dósent við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands flytur erindi um Ógnir við lýðræði. Ekki er sjálfgefið að öll ríki þróist í átt til lýðræðis eða að lýðræðisríki haldi áfram að viðhafa lýðræði. Í erindinu verður farið yfir það á hvaða stoðum lýðræði hvílir, einkenni einræðisr...
Ólafur Ísleifsson hefur átt viðburðaríka starfsævi og mun halda starfsgreinaerindi sitt á fundi hjá okkur 17 mars.
Rótarýklúbbur Seltjarnarness fer í vel skipulagða ferð sem verður dagana 18 - 26 mars. Farið verður um alla helstu helgistaði landsins, byrjað í Tel aviv og gist við Galíleuvatn og Jerúsalem.
Steinar Björgvinsson, framkvæmdarstjóri mun segja frá Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar, fjalla um landnemaspildurnar sem félög hafa fengi til umsjár og hvernig okkar spilda yrði í framkvæmd.
Karl Ægir Karlsson, framkvæmdastjóri 3Z ætlar að koma í heimsókn til okkar 30. mars og ræða tilraunir á nýju lyfi sem á að nýtast við ADHD og svefnleysi. 3Z sótti nýverið tæpar 270 milljónir til fjárfesta fyrir lokahnikkinn í forklínískum rannsóknum á þessu nýja lyfi. Spennandi erindi þar sem fróðl...
Þann 31. mars verður klúbburinn með fyrirtækjaheimsókn til Hoobla/Akademias, Borgartúni 23, sem er nýsköpunarfyrirtæki og markmið þess er að verða leiðandi netvangur á Íslandi fyrir sérfræðinga í sérverkefnum. Hoobla er netvangur sem styður við og hjálpar sérfræðingum að finna verkefni og fyrirtæk...
Ör eftir Auði Övu Ólafsdóttur Útgefandi: Benedikt
Harpa Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri og stofnandi Hoobla ehf. ætlar að ræða um vinnuumhverfi sjálfstætt starfandi sérfræðinga og ráðgjafa sem taka að sér tímabundin verkefni og hlutastörf.
Þór Þorláksson fer yfir afar vel heppnaða Ísraelsferð klúbbsins dagana 18 - 26 mars 2023. 41 félagi og gestir tóku þátt í ferðinni. Flestir helstu sögustaðir svæðisins voru skoðaðir með leiðsögn. Sögulegir tímar eru á svæðinu, eins og verið hafa í 3.500 ár.
Dagskrá fundarins: 26.Apríl, 2023 16:45 – 17:00 – Spjallhornið - fyrir fund Pétur Bauer, forseti Rotary eClub Iceland setur fundinn Hugleiðing dagsins: Kristjana GuðlaugsdóttirSoffía minnir á plokkdaginn 30.apríl Aðalheiður segir frá því hvernig LearnCove er notað í fræðslu, námskeið og ferla hj...
Fundurinn 27. apríl næstkomandi verður stúttfullur af vísindum og möguleikum. Hans Guttormur Þormar ætlar að koma til okkar og segja okkur frá djúptækni og genalækningum. Hans er verkefnastjóri samnýtingar rannsóknarinnviða á Íslandi. Hansi eins og ritari kallar hann stundum er líka harður í hor...
Næsti fundur klúbbsins verður n.k. föstudag þann 28. apríl á veitingastaðnum Héðinn Kitchen & Bar. Ræðumaður verður Vilhjálmur Bjarnason sem mun halda erindi sem ber heitið Ósjálfbært bankakerfi og heimilisböl.
Stóri plokkdagurinn er um allt land sunnudaginn 30 apríl. Rótarýklúbbur Seltjarnarness ætlar að taka þátt í honum og plokka í Gróttu og nágrenni. Þeir sem vilja taka þátt í plokkinu með okkar mæta í Albertsbúð út í Gróttu. Við verðum mætt kl. 10:00 og plokkum til 12:00. Rótarýklúbburinn á og vi...
Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna verður fyrirlesari okkar á morgun og mun segja frá starfsemi Neytendasamtakanna og stöðu neytendamála á Íslandi. Fundarefni er í boði kynningarnefndar klúbbsins.
Næsti fundur, 4. maí, verður niðri miðbæ Reykjavíkur og byrjum við kl 16:30. Við ætlum fá að skoða 5 stjörnu Hótelið Reykjavík EDITION og sjá hvað allir eru að tala um. Síðan ætlum við að kíkja Mathöllina á Hafnartorgi, fá okkur smá að borða og kannski 1-2 drykk. Kannski förum við nokkra leiki, h...
Á fundinum föstudaginn þann 5. maí n.k. mun Þórarinn Sveinsson verkfræðingur flytja erindi sem ber heitið Kárahnjúkavirkjun.
Alexandra Ýr van Erven er forseti Landssamtaka íslenskra stúdenta, LÍS, og ætlar að segja okkur frá hagsmunabaráttu stúdenta og almennt frá háskólamálunum út frá sjónarmiði nemanda.
#rotaryklubburhofgardabaer boðar til fundar þann 11. maí kl 7:45. Hulda Birna Baldursdóttir kemur í heimsókn og svarar spurningunni “Á hvaða samfélagsmiðlum á mitt fyrirtæki/stofnun að vera á?”. Hulda Birna ætlar að leiða okkur í gegnum frumskóg samfélagsmiðlanna. Hvað þurfum við mörg “Like” til...
Hafsteinn Einarsson lektor við HÍ fjallar um gervigreind.Mynd með fundarboði gerð af gervigreind. "Hafsteinn Einarsson lektor at University of Iceland surrounded by AI tool icons infront of Harpa the Icelandic music hall"