Árlegir hátíðartónleikar Rótarý á Íslandi verð haldnir í Grafarvogskirkju 16. apríl kl. 16.
Á tónleikunum verða Tónlistarstyrkir Rótarý afhentir en þeir eru veittir árlega ungu tónlistarfólki sem skarað hefur fram úr á einhverju sviði tónlistar viðurkenningu í formi fjárstyrks til frekara náms. Til þessa hafa 30 einstaklingar hlotið styrkinn síðustu 18 ár. Nánar má fræðast um Tónlistarstyrki Rótarý hér.
Í ár eru það Flemming Viðar Valmundarson, harmonikuleikari og Guðbjartur Hákonarson fiðluleikari sem hljóta Tónlistarstyrki Rótarý.
Gestir tónleikanna verða einsöngvararnir Dísella Lárusdóttir sópran og Gissur Páll Gissurarson tenór sem munu gleðja tónleikagesti með söng sínum.
Lára Bryndís Eggertsdóttir, organisti í Grafavogskirkju mun leika fyrir tónleikagesti valin orgelverk og kynnaÍ nýtt hljómfagurt pípuorgel kirkjunnar. Lára Bryndís fékk einmitt tónlistarstyrk Rótarý árið 2019.
Flemming Viðar Valmundarson, harmónikkuleikari og annar styrkþeganna mun leika á harónikkuna.
Rótarýklúbburinn Reykjavík-Grafarvogur heldur utan um framkvæmd tónleikanna.
Miðasala er á tix.is en miðaverð er aðeins 4.500 kr.