Umdæmisþing Rótarý 2023

föstudagur, 18. ágúst 2023 18:00 - laugardagur, 19. ágúst 2023 23:50, Íþróttahúsið á Sauðárkróki
Skipuleggjendur:
  • Ómar Bragi Stefánsson
  • Róbert Óttarsson

UMDÆMISÞING, HVAR OG FYRIR HVERJA

Umdæmisþing Rótarý verður haldið 18.-19. ágúst á Sauðárkróki í umsjón Rótarýklúbbs Sauðárkróks. Okkar besta fólk lofar skemmtilegri dagskrá sem mun m.a. innihalda fróðleg erindi, útiveru, vinnustofur, tónlist, dansleik og síðast en ekki síst góðan mat úr heimabyggð.  

Allir forsetar, gjaldkerar og ritarar á starfsárinu 2023-2024 eiga að mæta á þingið og við gerum ráð fyrir 100% mætingu. Rótarýumdæmið greiðir kr. 30.000.- til sérhvers þeirra upp í kostnað.

Það er hinsvegar skýrt að allir rótarýfélagar eru velkomnir á umdæmisþingið og það væri mjög gaman að sjá sem flesta.

Umdæmisþingið fer allt fram í íþróttahúsinu á Sauðárkróki og hefst föstudaginn 18. ágúst kl.18:00 með fordrykk og síðan fundi hjá Rótarýklúbbi Sauðárkróks, þar sem sögur, söngur og gleði mun ráða ríkjum. 

DAGSKRÁ

Við tökum laugardaginn snemma með gönguferð, sundferð eða morgunskokki fyrir þá sem það velja.   Í framhaldinu hefst áhugaverð dagskrá sem stendur fram á miðjan dag.  Hátíðardagskrá hefst síðan kl. 19:00 þar sem engu verður til sparað.  Veislustjóri verður Rótarýfélaginn Örn Árnason sem mun ásamt hæfileikaríku heimafólki annast stórskemmtilega dagskrá.  Kvöldinu lýkur síðan með dansleik í skagfirskri sveiflu.

Á sunnudeginum verður ýmislegt í boði fyrir þau sem ekki eru á hraðferð. Golfklúbbur Skagafjarðar stendur fyrir golfmóti þar sem Rótarýfélagar munu hafa forgang.  Drangeyjarferðir verða með siglingu í Drangey, hægt verðu að upplifa sturlungaöld í sýndarveruleika hjá 1238, fara á Hóla eða heimsækja byggðasafnið á Glaumbæ.  Svo má ekki gleyma því að heimsækja einstaka sundlaug á Hofsósi.  Þetta og margt fleira verður í boði á sunnudeginum.

18. ÁGÚST - FÖSTUDAGUR

18:00 Móttaka í boði Rkl. Sauðarkróks
     Tónlist, fordrykkur & skagfirskir ostar í boði

19:00 Setning umdæmisþings: Ómar Bragi Stefánsson, umdæmisstjóri
    Kynning gesta: Lena J. Mjerhaug, Simo Hautala

    Fundur í Rkl. Sauðárkróks
    Kvöldverður, Rafpóstur og tónlistaratriði

21:00-23:00 Barinn opinn og létt tónlist.

19. ÁGÚST - LAUGARDAGUR

08:30 Við mælum með því að byrja daginn vel:
    Sundlaug Sauðárkróks: Morgunsund
    Frá Íþróttahúsi: Morgunskokk
    Frá íþróttahúsi: Morgunganga um Skógarhlíð

09:15 Íþróttahús: Afhending þinggagna

10:00 Ávarp: Ómar Bragi Stefánsson, umdæmisstjóri
    Skipan fundarstjóra
    Skipan ritara

    Látinna félaga minnst

10:30 Rótarýsjóðurinn, hlutverk hans og verkefni

10:45 „Aðalfundur“

11:30 Kynning á Shelter Box

12:00 Hádegismatur

13:00 Paul Harris heiðranir

13:15 Styrkir til verkefna

13:25 Félagaþróun

14:55 Boðað til umdæmisþings 2024: Jón Karl Ólafsson

15:00-16:00 Heimsóknir í fyrirtæki

19:00 Fordrykkur

20:00 Hátíðardagskrá: Kvöldverður, ávörp og tónlist.
    Veislustjóri: Örn Árnason

22:00-24:00 Dansleikur með Danssveit Dósa

20. ÁGÚST – SUNNUDAGUR

Og svo er hægt að njóta Sauðárkróks og Skagafjarðar og skoða eitt og annað:

  • Golfmót á Hlíðarendavelli, Skráning á Golfbox
  • Drangeyjarferð,
  • River Rafting,
  • The Battle of Iceland,
  • Glaumbær,
  • Hólar, 

KOSTNAÐUR

Gjald fyrir þátttöku í Umdæmisþinginu fyrir rótarýfélaga er kr. 32.000.- og kr. 26.000.- fyrir maka (sem ekki greiða fyrir þingsetu).

Innifalið í gjaldinu er þinggjald, kaffi og meðlæti, kvöldverður á föstudegi, hádegisverður á laugardegi og hátíðarkvöldverður á laugardegi ásamt nokkrum drykkjum.  Fordrykkir bæði á föstudegi og laugardegi.  Tónlistardagskrá og dansleikur. 

Skráning á þingið er hér á viðburðinum í félagakerfinu.

Greiða skal þinggjaldið með innleggi á:

Rótarýklúbbur Sauðárkróks kt.: 420491-2049 0310-26-002161

GISTING

Gestir sjá alfarið um sína gistingu og þurfa að panta hana.  Opnað verður fyrir hótelpantanir þann 25. maí nk. og þarf að senda tölvupóst á info@arctichotels.is   Nauðsynlegt er að með nafni þess sem pantar fylgi í hvaða rótarýklúbbi viðkomandi er og hvert embætti hans er (forseti, ritari eða gjaldkeri).  Því miður er gisting á Sauðárkróki takmörkuð og því mikilvægt að forsetar, ritarar og gjaldkerar tryggi sér strax gistingu.  Þann 10. júní verður opnað fyrir pöntun hótelgistingar fyrir aðra rótarýfélaga því umdæmisþingið er opið öllum rótarýfélögum.

Eflaust munu einhverjir gista hjá vinum og ættingjum á Króknum og síðan er tilvalið að koma með hjólhýsi eða húsbíl því frábært tjaldsvæði er örstutt og í göngufæri að íþróttahúsinu þar sem umdæmisþingið fer fram.

Gisting frá föstudegi til sunnudags ( tvær nætur)

Hótel Mikligarður

Tveggja manna með sér baði, morgunverður innifalinn: 43.000.-

Eins manns með sér baði, morgunverður innifalinn: 36.000.-

Hótel Tindastóll

Tveggja manna deluxe með sér baði, morgunverður innifalinn: 79.000.-

Hótel Tindastóll og Tindastóll Annex

Tveggja manna með sér baði, morgunverður innifalinn: 62.000.-

Gistiheimilið Mikligarður

Tveggja manna herbergi með sér baði, ekki morgunmatur: 36.000.-

Tveggja manna herbergi með sameiginlegu baði, ekki morgunmatur: 29.000.-

Eins manns herbergi með sameiginlegu baði, ekki morgunmatur: 20.000.-

Við hlökkum til að taka á móti ykkur í ágúst og vonum svo sannarlega að þið komið öll.

 

Góð kveðja,

Ómar Bragi Stefánsson
umdæmisstjóri Rótarý 2023-2024

Róbert Óttarsson
forseti Rótarýklúbbs Sauðárkróks 2023-2024


Skráning

Skráningarfrestur er liðinn